1 2

Gullbringa bókaforlag

Kyrr kjör

Venjulegt verð 3.900 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 3.900 ISK
Útsala Uppselt
Virðisauki innifalinn

Söguleg skáldsaga byggð á ævi rímnaskáldsins Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705).

Aðeins í draumum sínum og skáldskap er Guðmundur frjáls maður. Í veruleikanum liggur hann máttvana og bjargarlaus. En hann eignast vin, brennimerktan þjóf, sem verður honum sem fætur hans nýir. Báða dreymir skáldið og þjófinn um að finna frelsið og fræði Silungabjarnar vísa loks veginn til Sjálfs Pálma Purkólíns ... Eða er það ekki vegurinn?

Kyrr kjör er fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns. Hún kom út 1983 en hefur verið ófáanleg á prenti um áratuga skeið.

Í niðurlagi nýs eftirmála að bókinni segir Bergsveinn Birgisson: „Þótt ekki séu það full fjörtíu ár síðan ég las bókina fyrst, líkt og útgáfuafmælið nú í ár segir til um, þá mun ég aldrei gleyma því þegar ég nýkominn af unglingsaldri komst fyrst í þessa perlu íslenskra bókmennta, Kyrr kjör. Ljómanum af þeim fundi getur Strandamaður bara jafnað við sólskinið á Vatnsnesinu“.

„Kyrr kjör er knöpp bók, samansett af mikilli vél og kunnáttu.“
Guðmundur Andri Thorsson (TMM 4. tbl. 1984)