Gullbringa bókaforlag
Dreymt bert
Safn áður birtra prósaljóða og örsagna eftir Þórarin Eldjárn með myndverkum eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur.
„Þegar Þórarinn Eldjárn hélt til dvalar í Róm árið 2012 með orðin sín þá féll talan VII í heilu lagi af úrskífunni og stöðvaði tímann í borginni eilífu. Það er staðreynd, enda höfum við hér hugverk á milli handanna sem stenst allt nema raunveruleikann. Smáprósar Þórarins standa föstum fótum í raunveruleikanum og þurfa samt ekki á honum að halda; í þeirri þversögn blómstrar Þórarinn. Skemmtir þar sjálfum sér og lesendum. Og kemur þar víða á óvart; minnir okkur á að eyrnatappar eru besta taugalyfið, að Norðurlandaþjóðir búi við rangt helvíti, og að það sé árangurslaust að segja upp samtíðinni. Djúpt á bak við allt heyrum við hljóðan blástur tregahornsins.“
– Jón Kalman Stefánsson

