A1 – Eins og vax
A1 – Eins og vax

A1 – Eins og vax

Regular price 0 kr 1.900 kr Sale

Eins og vax

Vaxmyndasafnið var gestur Þjóðminjasafnsins, líkast til ekkert sérstaklega velkominn, í húsinu sem Alþingi færði Lýðveldinu Íslandi í vöggugjöf með sérstakri samþykkt 16. júní 1944. Það var þarna í tveimur stórum básum í rými sem hafði með trétexklæddum milliveggjum verið stúkað af frá svæði þar sem annar gestur hafðist við, Listasafn ríkisins. Maður fór eins og ferðinni væri heitið upp í turn að horfa á fótbolta á Melavellinum en hætti við og hélt beint áfram. Þar stóðu vaxmennirnir sinn vörð og hjá þeim sat lifandi gæslukona með peningakassa við lítið rautt borð þegar safnið var opið.

Í ritröðinni Lespúsl sem Gullbringa gefur út er púslað saman ýmsum stykkjum úr höfundarverki Þórarins Eldjárns.

Eins og vax - saga Vaxmyndasafnsins er heimildasmásaga þar sem segir frá íslenska vaxmyndasafninu (1951-1971). Rakin er tilurð safnsins, ris þess og fall.